Amma Obama látin

Barack Obama ásamt afa sínum og ömmu: Stanley og Madelyn …
Barack Obama ásamt afa sínum og ömmu: Stanley og Madelyn Dunham Reuters

Barack Obama, for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, greindi frá því í kvöld að amma hans hafi lát­ist í dag. Í yf­ir­lýs­ingu sem for­setafram­bjóðand­inn og syst­ir hans sendu frá sér í dag kem­ur fram að amma þeirra, Madelyn Dun­ham, hafi lát­ist eft­ir erfiða bar­áttu við krabba­mein.

Fyr­ir tíu dög­um gerði Obama hlé á kosn­inga­bar­átt­unni til þess að heim­sækja ömmu sína á Hawaii eft­ir að hún mjaðmagrind­ar­brotnaði. Dun­ham gekk Obama um margt í móðurstað á unglings­ár­um hans á Hawaii og kvaðst Obama ekki vilja gera sömu mis­tök­in og hann gerði með því að ferðast ekki í tæka tíð til móður sinn­ar áður en hún lést af völd­um krabba­meins árið 1995.

„Hún var stoð og stytta fjöl­skyld­unn­ar, kona sem náði merki­leg­um ár­angri og bjó yfir styrk og mannúð. Hún hvatti og leyfði okk­ur til að grípa tæki­fær­in. Hún var stolt af barna­börn­um sín­um og barna­barna­börn­um og yf­ir­gaf þenn­an heim full­viss um að hún hefði haft var­an­leg áhrif. Við stönd­um í óend­an­legri þakk­ar­skuld við hana," segja systkin­in í yf­ir­lýs­ing­unni. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert