Frá og með næsta ári verða ruslatunnur í fjármálahverfi London sprengjuheldar. Áætlað er að tunnurnar verði settar upp á 100 mismunandi stöðum en hver tunna kostar í framleiðslu um 6 milljónir króna. Fáar ruslatunnur eru á almannafæri í London en þær voru flestar fjarlægðar á miðjum 10. áratug síðustu aldar vegna ótta við að IRA feldi í þeim öflugar sprengjur.
Þá eru önnur svæði talin viðkvæm, svo sem göngustígar við þingið og þjónustubyggingar. Þar er afar fáar tunnur að finna.
Á tunnunum verða líka LCD skjáir með fréttum og upplýsingum um veður. Tunnurnar voru prófaðar í Nýju-Mexíkó og eru gerðar úr stálblöndu eftir sérstakri tækni.