Brown eygir frið í Mið-Austurlöndum

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands ásamt prins al-Faisal, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands ásamt prins al-Faisal, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands segir mögulegt að koma fljótlega á friði í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Brown segir að undir  réttum kringumstæðum megi fyrirvaralítið ganga frá friðarsamkomulagi.

Þrátt fyrir linnulausar friðarumleitanir í næstum heilt ár hefu rekki tekist að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Gordon Brown segir að árangursríkar viðræður hafi farið fram síðustu mánuði en stjórnmálaástandið hafi hindrað að samkomulag hafi tekist. Hann eygi þó von um frið áður en langt um líður.

Samningamenn Ísraela og Palestínumanna hittast, ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands í Egyptalandi á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka