Fidel Castro, fyrrverandi einræðisherra Kúbu, lofaði í dag Barack Obama og sagði hann vera klárari en John McCain og ekki jafn herskáan. Hann vildi þó ekki formlega lýsa yfir stuðningi við Obama.
Castro sagði að hann hefði beðið með að láta álit sitt í ljós svo enginn gæti sagt að Castro hefði látið eitthvað frá sér sem forsetaframbjóðendurnir hefðu nýtt sér í kosningabaráttunni.
„Það leikur enginn vafi á því að Obama er gáfaðri, siðfágaðri og skynsamari en andstæðingur hans úr röðum repúblikana,“ skrifaði Castro í eitt ríkisblaðanna á Kúbu í dag. „McCain er gamall, herskár, ekki jafn siðfágaður, óskynsamur og óheilbrigður.“