Fyrstu kjörstöðunum lokað

Víða eru biðraðir við kjörstaði í Bandaríkjunum.
Víða eru biðraðir við kjörstaði í Bandaríkjunum. Retuters

Búið er að loka fyrstu kjörstöðunum í Maine, New Hampshire, Indiana og Kentucky en engin marktæk úrslit hafa enn verið birt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum milli Baracks Obama og John McCain. Von er á fyrstu útgönguspám um miðnættið.

Obama ferðaðist um Indiana í dag í von um sigur þar. Það yrði sögulegt því demókratar hafa ekki sigrað í ríkinu frá því Lyndon B. Johnson var kjörinn forseti árið 1964. Ellefu kjörmenn eru í kjöri í ríkinu.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði McCain 1,4 prósentna forskot á Obama í Indiana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert