Fyrstu kjörstöðunum lokað

Víða eru biðraðir við kjörstaði í Bandaríkjunum.
Víða eru biðraðir við kjörstaði í Bandaríkjunum. Retuters

Búið er að loka fyrstu kjör­stöðunum í Maine, New Hamps­hire, Indi­ana og Kentucky en eng­in mark­tæk úr­slit hafa enn verið birt í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um milli Baracks Obama og John McCain. Von er á fyrstu út­göngu­spám um miðnættið.

Obama ferðaðist um Indi­ana í dag í von um sig­ur þar. Það yrði sögu­legt því demó­krat­ar hafa ekki sigrað í rík­inu frá því Lyndon B. John­son var kjör­inn for­seti árið 1964. Ell­efu kjör­menn eru í kjöri í rík­inu.

Sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un­um hafði McCain 1,4 pró­sentna for­skot á Obama í Indi­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert