Hneykslismál í Íran

Ali Kordan, innanríkisráðherra Írans.
Ali Kordan, innanríkisráðherra Írans. Reuters

Íranska þingið hefur samþykkt að víkja Ali Kordan, innanríkisráðherra landsins úr starfi. Kordan hefur viðurkennt að háskólagráða sem hann sagðist hafa fengið frá Oxford háskóla hafi verið fölsuð.

Kordan segist hafa fengið doktorsgráðuna í góðri trú. Það hafi hins vegar komið síðar í ljós að um fölsun hafi verið að ræða.

Fréttaskýrandi BBC í Teheran segir að hneykslismálið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans.

Íranskir þingmenn hafa sakað forsetann um einfeldningshátt fyrir að trúa lygum ráðherrans.

Fram kemur á vef BBC að Ali Larjani, forseti þingsins, hafi sagt að 188 þingmenn af 247 hafi samþykkt tillögu þess efnis að Kordan verði ákærður vegna málsins. Fjörutíu og fimm kusu gegn tillögunni og 14 sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka