Hneykslismál í Íran

Ali Kordan, innanríkisráðherra Írans.
Ali Kordan, innanríkisráðherra Írans. Reuters

Íranska þingið hef­ur samþykkt að víkja Ali Kor­d­an, inn­an­rík­is­ráðherra lands­ins úr starfi. Kor­d­an hef­ur viður­kennt að há­skóla­gráða sem hann sagðist hafa fengið frá Oxford há­skóla hafi verið fölsuð.

Kor­d­an seg­ist hafa fengið doktors­gráðuna í góðri trú. Það hafi hins veg­ar komið síðar í ljós að um föls­un hafi verið að ræða.

Frétta­skýr­andi BBC í Teher­an seg­ir að hneykslis­málið gæti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Mahmoud Ahma­dinejad, for­seta Írans.

Íransk­ir þing­menn hafa sakað for­set­ann um ein­feldn­ings­hátt fyr­ir að trúa lyg­um ráðherr­ans.

Fram kem­ur á vef BBC að Ali Lar­jani, for­seti þings­ins, hafi sagt að 188 þing­menn af 247 hafi samþykkt til­lögu þess efn­is að Kor­d­an verði ákærður vegna máls­ins. Fjöru­tíu og fimm kusu gegn til­lög­unni og 14 sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert