Kosningar ganga ekki hnökralaust

Mikil kjörsókn í Bandaríkjunum gæti aukið á vandamál tengd kosningunum en talið er allt að 130 milljónir manna muni nýta atkvæðarétt sinn.

Margvísleg vandamál hafa komið upp, sum tengd sérstökum snertiskjám sem nokkur ríkin nota, önnur vegna þess að skannar lesa ekki kjörseðlana almennilega og að auki vegna þess að skannar neita að lesa blauta kjörseðla en sums staðar hafa kjörstaðir verið utandyra og fátt við því að gera þegar tekur að rigna.

Þau margvíslegu vandamál sem geta komið upp verða því stærri en ella sökum metkjörsóknarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert