Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mætti snemma á kjörstað í morgun í Chicago, heimaborg forsetaframbjóðandans. Obama mætti á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Michelle og dætrum þeirra hjóna klukkan 7:30 að staðartíma.
Obama ætlar sér að koma við í Indiana í dag og heilsa upp á kjósendur en síðar í dag mun hann ásamt stuðningsmönnum koma saman utandyra í Chicago enda blíðskapaveður í borginni í dag.
John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ætlar sér að heilsa upp á kjósendur í Colorado og Nýju-Mexíkó í dag en hann mun eyða kvöldinu með stuðningsmönnum sínum á Biltmore hótelinu í Phoenix.
Langar biðraðir hafa myndast fyrir utan kjörstaði á Austurströndinni og allt útlit fyrir góða þátttöku í kosningunum í dag.