Obama sigraði í Dixville

00:00
00:00

Fyrstu töl­ur í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um hafa nú verið birt­ar og eru þær Barack Obama í vil. Hann hef­ur tryggt sér meiri­hluta at­kvæða í þorp­inu Dixville Notch í New Hamps­hire.

Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1968 sem demó­krati hlýt­ur meiri­hluta í Dixville Notch en kosn­ing­ar hóf­ust þar upp úr miðnætti í gær­kvöldi að staðar­tíma. Kosn­ingaþátt­taka í þorp­inu var 100 pró­sent. Tæp­lega 100 manns búa í Dixville og var 21 á kjör­skrá. Obama hlaut 15 at­kvæði en McCain 6. Íbúar þorps­ins hafa í 60 ár opnað kjörstaði á miðnætti aðfaranótt kjör­dags og birt töl­ur fyrst­ir allra.

Kjör­menn eru alls 538, flest­ir í Kali­forn­íu eða 55. Fram­bjóðandi þarf að tryggja sér at­kvæði 270 kjör­manna til að kom­ast í Hvíta húsið. Ef fram­bjóðandi fær meiri­hluta at­kvæða í ríki þá fær hann jafn­framt alla kjör­menn­ina í rík­inu.

Eft­ir ein­hverja lengstu og dýr­ustu kosn­inga­bar­áttu í sögu Banda­ríkj­anna benda skoðanakann­an­ir til að Barack Obama verði kjör­inn 44. for­seti Banda­ríkj­anna. John McCain, fram­bjóðandi re­públi­kana, seg­ist þó ætla að berj­ast til síðasta manns.

Talið er að um 130 millj­ón­ir manna greiði at­kvæði. Gangi það eft­ir, yrði það mesta kosn­ingaþátt­taka frá ár­inu 1960. Mest er spenn­an tal­in verða í sex ríkj­um, Flórída, Mis­souri, Indi­ana, Norður-Karólínu og Ohio.

AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert