Obama: Breytingar hafa knúið dyra

Barack og Michelle Obama ásamt dætrum sínum, Malia og Sasha …
Barack og Michelle Obama ásamt dætrum sínum, Malia og Sasha í Chicago í morgun. Reuters

Barack Obama, sem kjör­inn var 44. for­seti Banda­ríkj­anna í nótt, ávarpaði 65 þúsund stuðnings­menn sína í al­menn­ings­garði í miðborg Chicago og sagði að breyt­ing­ar hefðu knúið dyra í Banda­ríkj­un­um. Þeir sem hefðu ef­ast um að Banda­rík­in væru staður þar sem allt væri mögu­legt og einnig ef­ast um afl lýðræðis­ins hefðu nú fengið svar.

„Ég var aldrei lík­leg­asti fram­bjóðand­inn í þetta embætti. Við byrjuðum ekki með full­ar hend­ur fjár og marg­ar stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar. Fram­boð okk­ar hófst ekki í söl­um Washingt­on. Það hófst í bak­görðunum í Des Mo­ines og stof­um og ver­önd­um Char­lest­on."  

Obama lagði áherslu á að all­ir Banda­ríkja­menn, af hvaða kynþætti þeir væru, og hvaða trú­ar­brögð og skoðanir sem þeir aðhyllt­ust, og rík­in 50, hvort sem þau kysu re­públi­kana eða demó­krata, mynduðu sam­an Banda­rík­in. 

Hann sagði, að þótt menn gleðjist í nótt muni gríðarleg verk­efni mæta þeim þegar þeir vakna á morg­un. Hann sagði, að ekki muni tak­ast að ljúka þeim verk­efn­um á einu ári og jafn­vel ekki á einu kjör­tíma­bili. „En ég hef aldrei verið von­betri um að við mun­um ná á leiðar­enda," sagði Obama.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert