Eftirvænting í Chicago

00:00
00:00

Gíf­ur­leg stemn­ing er í Chicago­borg, heima­borg Barack Obama, og hafa þegar tugþúsund­ir safn­ast sam­an til að hlýða á það sem verður ef til vill sig­ur­ræða hans á eft­ir. Gíf­ur­leg eft­ir­spurn var eft­ir ókeyp­is miðum á at­b­urðinn og frétt­ist af fólki sem bauð fram mök gegn því að fá miða.

Stjórn­mála­fer­ill Obam­as sleit barns­skón­um í Chicago, þangað sem hann hélt að loknu námi í New York til að vinna að fé­lags­mál­um.

Obama, sem er öld­unga­deil­armaður í Ill­in­ois­ríki, þar sem Spring­field er höfuðborg, kynnt­ist mörg­um þeim ein­stak­ling­um sem hvað mest hafa mótað hann í Chicago.

Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu.
Stuðnings­menn Obama í Chicago fyr­ir stundu. Reu­ters
Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu.
Stuðnings­menn Obama í Chicago fyr­ir stundu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert