Fóstureyðingarlög ekki hert

Kjósendur í Colorado og Suður- Dakota í Bandaríkjunum höfnuðu í atkvæðagreiðslu sem fram fór samhliða kosningunum í gær lagabreytingum sem hefðu takmarkað mjög rétt kvenna til fóstureyðinga í ríkjunum.

Lagabreytingarnar í Colorado miðuðu að því að festa í lög að sjálfstætt líf einstaklings hefjist við getnað og sögðu andstæðingar þeirra að slík skilgreining myndi ekki einungis leiða til banns gegn fóstureyðingum heldur einnig gegn ákveðnum tegundum getnaðarvarna.

Í Suður-Dakota hefðu breytingarnar takamarkað mjög rétt kvenna til fóstureyðinga, nema þeim hefði verið nauðgað eða meðgangan ógnaði heilsu þeirra.

Samþykkt var í Washington að bjóða dauðvona fólki upp á aðstoð við að binda enda á líf sitt en slíkt hefur hingað til einungis verið heimilt í Oregon. 

Samþykkt var í Massachusetts að ekki liggi fangelsisvist við því að hafa kannabisefni undir höndum heldur verði einungis sektað fyrir slíkt. Í  Michigan var samþykkt að heimila alvarlega veiku fólki að neyta slíkra efna. Er slíkt nú leyft í 12 ríkjum Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert