Herdeildir réðust í brúðkaup

Enn er fjöldi erlendra hermanna í Afgainstan.
Enn er fjöldi erlendra hermanna í Afgainstan. Reuters

Fjörtíu létust og margir særðust þegar alþjóðlegar herdeildir réðust að brúðkaupsveislu 80 kílómetrum norður af Kandahar í Afganistan á mánudag. Að sögn brúðkaupsgesta í dag tóku hermennirnir fólkið í misgripum fyrir uppreisnarmenn.

Meðal hinna látnu eru börn og konur og hefur bandaríski herinn viðurkennt að mannfall gæti hafi orðið. Segja talsmenn þeirra að málið sé í rannsókn.  

Þorpsbúar greindu blaðamanni AFP frá því að brúðurin hafi verið í þann mund að kveðja fjölskyldu sína þegar einhver, sem talið er að sé uppreisnarmaður Talíbana, skaut í átt að alþjóðlegum herdeildum á nærliggjandi hæð. Hermennirnir skutu þá í átt að þorpinu og umkringdu það,  að sögn eins brúðkaupsgesta.

Meðal látinna er faðir, móðir og systir brúðgumans og særðist brúðurin. Sex til sjö hús eyðilögðust og hélt skothríðin áfram frá því klukkan 14 til miðnættis.  

Í yfirlýsingu í dag fordæmir forseti Afganistan, Hamid Karzai árásina og skorar á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, að stöðva árásir herdeilda sinna á saklausa borgara í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert