Konur og minnihlutahópar tryggðu sigur Obama

Stuðningsmenn Barack Obama á kosningahátíð hans í Chicago í nótt.
Stuðningsmenn Barack Obama á kosningahátíð hans í Chicago í nótt. Reuters

Samkvæmt greiningu á atkvæðum í bandarísku forsetakosningunum, sem byggð er á útgönguspám naut Barack Obama, frambjóðandi demókrata, yfirburðastuðnings meðal ungs fólks, kvenna, blökkumanna og fólks af rómönskum uppruna. Þá tyggði hann sér nógu hátt hlutfall hvítra karla til að tryggja sér sigur í kosningunum.

Fylgi McCain var hlutfallslega mest meðal hvítra í Suðurríkjum Bandaríkjanna en á meðal þeirra hlaut hann helmingi fleiri atkvæði en Obama. George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði svipaða yfirburði þar í kosningunum árin 2000 og 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert