McCain lofar Obama

00:00
00:00

John McCain lofaði mót­fram­bjóðanda sinn, Barack Obama, þegar hann játaði ósig­ur í drama­tískri ræðu skömmu eft­ir að úr­slit­in lágu fyr­ir. Lýsti McCain Söruh Pal­in sem ein­um besta fram­bjóðend­an­um sem hann hefði kynnst.

McCain sagði komið að lok­um mik­ils ferðalags. Band­arikja­menn hefðu talað skýrri röddu. Hann hefði hringt í Obama, sem hefði tek­ist að höfða til von­ar­til­finn­g­ar margra Banda­ríkja­manna.

Sagðist McCain bera mikla virðingu fyr­ir þolgæði Obama. Kosn­ing­arn­ar, sem væru sögu­leg­ar, hefðu mikla þýðingu fyr­ir blökku­menn.

Fram­bjóðand­inn kvaðst ávallt hafa litið svo á að Banda­rík­in væru land tæki­fær­anna þeim sem hefðu dug og kraft til að sækja fram.

Þjóðin hefði ferðast um lang­an veg frá gömlu synd­un­um sem settu blett á sögu henn­ar. Fyr­ir öld hefði Ted­dy Roosevelt re­públi­kana­for­seti ollið mik­illi hneyksl­un þegar hann bauð blökku­mann­in­um Booker T. Washingt­on til kvöld­verðar í Washingon. Sagði McCain Banda­rík­in annað land í dag, þróun sem kjör Obmas væri staðfest­ing á. 

Má skjóta því hér að þekkt­ur blaðarit­stjóri í einu Suður­ríkj­anna lét þess þá getið í leiðara að boð Roosevelts vitnaði um mikið „smekk­leysi for­set­ans“.

McCain sýndi dreng­skap í ræðu sinni og sagði Obama hafa unnið mikið af­rek og að amma hans, Madelyn Dun­ham, sem lést í gær, hefði verið mjög stolt af hon­um í dag. Hann sendi Obama samúðarkveðjur sín­ar. Dun­ham, sem væri nú á betri stað, væri nú stolt af mann­in­um sem hún ól.

McCain vék því næst að þeim djúp­stæðu erfiðleik­um sem standa að banda­rísku þjóðfé­lagi og sagði kom­inn tíma til að þjóðin sam­einaðist, sú stund væri runn­inn upp að bilið á milli ólíkra þjóðfé­lags­hópa skyldi brúað.


„Við börðumst til síðasta blóðdropa, mis­tök­in voru mín, ekki ykk­ar,“ sagði McCain, sem sagði leiðina hafa verið erfiða frá upp­hafi.

Þá þakkaði hann fjöl­skyldu sinni stuðning­inn, álagið á fjöl­skyld­ur væri oft ekki síðra en álagið á fram­bjóðend­ur.

McCain upp­skar svo mikið lófa­klapp þegar hann fór fögr­um orðum um Söruh Pal­in, sem væri einn besti fram­bjóðand­inn sem hann hefði séð.

Sarah Palin hlustar á John McCain halda ræðu í Phoenix …
Sarah Pal­in hlust­ar á John McCain halda ræðu í Phoen­ix eft­ir að úr­slit kosn­ing­anna voru ljós. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert