Obama krýndur á netinu

Þótt bandarískar sjónvarpsstöðvar hafi ekki enn lýst úrslitum í forsetakosningunum þar í landi hafa fréttaskýrendur margra fjölmiðla lýst því yfir í bloggfærslum að Barack Obama sé búinn að sigra. Hann yrði þá fyrsti blökkumaðurinn í forsetaembætti Bandaríkjanna.

Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að vinna kosningarnar. Obama hefur þegar tryggt sér 220 ef spár bandarískra sjónvarpsstöðva standast og þótt þær hafi ekki spáð úrslitum í Flórída er nánast öruggt að Obama sigrar þar og fær 27 kjörmenn. Þá er einnig ljóst að hann sigrar í Kalíforníu, þótt kjörfundi sé ekki lokið þar, og fær þar 55 kjörmenn til viðbótar. Þá er hann kominn með 289 kjörmenn og á einnig nokkra tugi inni í ríkum á vesturströnd Bandaríkjanna.

„Obama er kjörinn forseti - vinnur Ohio, Pennsylvaníu," sagði á forsíðu netmiðilsins The Huffington Post.

„Sjónvarpsstöðvarnar segja það ekki en The Page mun gera það: Barack Obama verður 44. forseti Bandaríkjanna," sagði á bloggsíðunni The Page á vef tímaritsins Time. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert