Obama krýndur á netinu

00:00
00:00

Þótt banda­rísk­ar sjón­varps­stöðvar hafi ekki enn lýst úr­slit­um í for­seta­kosn­ing­un­um þar í landi hafa frétta­skýrend­ur margra fjöl­miðla lýst því yfir í blogg­færsl­um að Barack Obama sé bú­inn að sigra. Hann yrði þá fyrsti blökkumaður­inn í for­seta­embætti Banda­ríkj­anna.

Fram­bjóðandi þarf 270 kjör­menn til að vinna kosn­ing­arn­ar. Obama hef­ur þegar tryggt sér 220 ef spár banda­rískra sjón­varps­stöðva stand­ast og þótt þær hafi ekki spáð úr­slit­um í Flórída er nán­ast ör­uggt að Obama sigr­ar þar og fær 27 kjör­menn. Þá er einnig ljóst að hann sigr­ar í Kalíforn­íu, þótt kjör­fundi sé ekki lokið þar, og fær þar 55 kjör­menn til viðbót­ar. Þá er hann kom­inn með 289 kjör­menn og á einnig nokkra tugi inni í rík­um á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

„Obama er kjör­inn for­seti - vinn­ur Ohio, Penn­sylvan­íu," sagði á forsíðu net­miðils­ins The Huff­ingt­on Post.

„Sjón­varps­stöðvarn­ar segja það ekki en The Page mun gera það: Barack Obama verður 44. for­seti Banda­ríkj­anna," sagði á bloggsíðunni The Page á vef tíma­rits­ins Time. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert