Kjörstöðum var lokað í 15 ríkjum um miðbik Bandaríkjanna klukkan 2 að íslenskum tíma. Samkvæmt spám sjónvarpsstöðva er Barack Obama nú búinn að tryggja sér 200 kjörmenn en John McCain 90 en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningunum.
Obama er spáð sigri í Ohio, þar sem eru 20 kjörmenn, Minnesota (10) Rhode Island (4), New York (31), Nýju-Mexíkó (5) og Michigan (17). McCain er spáð sigri í Norður-Dakóta þar sem eru 3 kjörmenn, Kansas (6), Wisconsin (10), Louisiana (9) og Alabama (9).