Obama með 207 kjörmenn

Stuðningsmenn Obamas fagna kosningaúrslitum á Times Square í New York.
Stuðningsmenn Obamas fagna kosningaúrslitum á Times Square í New York. Reuters

Barack Obama hefur nú tryggt sér 207 kjörmenn í bandarísku forsetakosningunum ef marka má spár bandarískra sjónvarpsstöðva en John McCain 129. Alls þarf frambjóðandi að fá 270 kjörmenn til að sigra í kosningunum.

Kjörstöðum var lokað í nokkrum miðvesturríkjum klukkan 3 að íslenskum tíma.  McCain var spáð sigri í Texas þar sem eru 34 kjörmenn, og  Utah (5) en Obama er spáð sigri í Iowa þar sem er kjörmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert