Obama: Þetta er ykkar sigur

00:00
00:00

Barack Obama, ný­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, sagði við stuðnings­menn sína í morg­un að breyt­ing­ar hafi knúið dyra í Banda­ríkj­un­um. Þetta sé þeirra sig­ur. Talið er að 240 þúsund manns hafi komið sam­an á göt­um úti í Chicago, heima­borg Obama, til að fagna sigri demó­krat­ans yfir McCain.

„Veg­ur­inn framund­an er lang­ur og við för­um hann í skref­um. Við komust kannski ekki þangað á einu ári eða jafn­vel á einu kjör­tíma­bili. En Banda­rík­in ég hef aldrei verið jafn bjart­sýnn og ég er í kvöld um að við kom­umst þangað. Ég heiti ykk­ur að við mun­um kom­ast þangað," sagði Obama þegar ljóst var að hann hefði sigrað for­seta­kosn­ing­arn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka