Um þriðjungur repúblikana og nokkurn veginn sami hluti þeirra sem skilgreina sig sem íhaldsmenn telja að valið á Söruh Palin sem varaforsetaefni John McCains hafi haft mikið að segja um hvernig þeir greiddu atkvæði sitt.
Flest bendir til að hún hafi haft töluvert minni áhrif á aðra kjósendur. Þannig sagði aðeins fjórðungur óháðra kjósenda að valið hefði verið mikilvægt - þar sagðist um helmingur hafa stutt Obama.
Um fjórðungur kjósenda sem skilgreinir sig á miðjunni sagði valið hafa skipta máli - þar af studdi sjötti hver Obama.
Þessar tölur eru einnig athyglisverðar í því ljósi að sex af hverjum tíu konum hugðust styðja Obama, þrátt fyrir að Palin verði fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta fari svo að McCain sigri í nótt.
Á meðan George W. Bush hlaut um tíunda hluta atkvæða í forsetakosningunum fyrir fjórum árum er því spáð að McCain njóti hverfandi stuðnings á meðal þessa hóps í kosningunum.
Þetta kemur ekki á óvart, ef litið er til þess að Obama er fyrsti blökkumaðurinn til að eiga raunverulega möguleika á að verða forseti.
Um fjórir af hverjum tíu kjósendum segjast styðja demókrata, en þriðji hver kjósandi repúblikana. Sama hlutfall, eða níu af hverjum tíu kjósendum, hyggst kjósa samkvæmt flokkslínum.
Undirstrikar þetta hvað nýir kjósendur kunna að reynast Obama mikilvægir.