Réttur samkynhneigðra takmarkaður

Úrslit liggja ekki fyrir í kosningunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum  en samkvæmt útgönguspám samþykktu kjósendur í ríkinu og þremur öðrum ríkjum aðgerðir til að takmarka rétt samkynhneigðra para.

 Bann við giftingum samkynhneigðra var samþykkt í Arizona og einnig í Flórída samkvæmt útgönguspám. Í Arkansas var samþykkt að banna ógiftum pörum að ættleiða börn og taka börn í fóstur en giftingar samkynhneigðra eru ekki heimilaðar í ríkinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert