Gréri föst við dýnuna

Kona, sem neitaði að þiggja umönn­un sjúkra­liða á hjúkr­un­ar­heim­ili í  Nor­egi, fékk al­var­leg legusár og gréri að lok­um föst við rúm­dýn­una. Héraðslækn­ir­inn í Ósló seg­ir við norska út­varpið, að kon­an hafi verið í full­um rétti að afþakka umönn­un­ina en ætl­ar samt að láta rann­saka málið.

Kon­an hafði legið á hjúkr­un­ar­heim­il­inu í mörg ár og neitaði ávallt að þiggja aðstoð við þvotta og aðra umönn­un. Að sögn norska rík­is­út­varps­ins NRK gréri kon­an á end­an­um föst við rúm­dýn­una og varð að flytja hana á Akers­hus há­skóla­sjúkra­húsið þar sem dýn­an var fjar­lægð með aðgerð.  

Haft er eft­ir Petter Schou, héraðslækni í Ósló, að það hafi verið rétt­ur að afþakka aðstoð. Hvorki sjúkra­húsið né hjúkr­un­ar­heim­ilið sendu hins veg­ar til­kynn­ingu um málið til héraðslæknisembætt­is­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert