Litrík krýningarathöfn fór fram í smáríkinu Bútan í Himalajafjöllum í dag. Konungurinn er 28 ára gamall og menntaður í Oxford en hann hefur nú tekið við síðasta búddíska konungsveldi heims. Bútan er eitt lokaðasta ríki heims en hefur verið að nútímavæðast í smáum skrefum undanfarin ár.
Lýðræðislegar kosningar voru haldnar í mars á þessu ári og var sjónvarp og nettengingar leyfðar árið 1990 en yfirvöld landsins vilja halda fast í menningu og hefðir landsins og hafa því farið sér hægt við að opna landið umheiminum.