Næstu skref Palin

00:00
00:00

Þegar er farið að ræða hvað taki við hjá Söruh Pal­in, vara­for­seta­efni re­públi­kana, eft­ir ósig­ur­inn á þriðju­dag. Marg­ir spá Pal­in glæstri framtíð á vett­vangi stjórn­mál­anna, þegar hún hef­ur aflað sér meiri reynslu og þekk­ing­ar á ýms­um mik­il­væg­um mála­flokk­um, enda hafi hún fá­heyrða hæfni til að hrífa.

Hrifn­ing­unni er þó enn sem komið er mis­skipt. Á fund­um með þeim kjós­end­um re­públi­kana sem hvað leggja hvað mesta áherslu á íhalds­söm sam­fé­lags­gildi er Pal­in fagnað sem rokk­stjörnu.

Vís­bend­ing­ar eru hins veg­ar um að hún eigi mikið verk fyr­ir hönd­um þegar kem­ur að því að laða óháða og hóf­sam­ari kjós­end­ur að flokkn­um.

Sjálf seg­ir hún of snemmt að horfa til 2012 og mögu­legs for­setafram­boðs síns, enda sé margt á döf­inni í fjöl­skyldu­lífi henn­ar.

Sarah Palin.
Sarah Pal­in. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert