Rússar koma upp skammdrægum flugskeytum

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, greindi frá því í morgun að Rússar hyggist koma upp skammdrægum Iskander flugskeytum á Kaliningrad-svæðinu við landamæri Póllands og Litháen. Sagði hann aðgerðina miða að því að jafna út það ójafnvægi sem myndist við uppsetningu eldflaugavarnarkerfis NATÓ í Póllandi og Tékklandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

„Að sjálfsögðu íhugum við einnig að nýta rússneska sjóherinn í þeim tilgangi,” sagði hann. Þá sagði hann að Rússar hyggist einnig trufla tíðni eldflaugavarnarkerfanna með rafrænum hætti.   

Valdas Adamkus, forseti Litháen, hefur þegar sagt yfirlýsingu Medvedev algerlega óásættanlega. 

Medvedev sagði einnig er hann ávarpaði rússneska þingið í morgun að átökin í Georgíu í sumar hefðu verið runnin undan rifjum Bandaríkjamanna sem hafi nýtt þau sem yfirskin til að senda herskip NATO til Svartahafsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert