Barack Obama fær ekki mikinn tíma til að halda upp á sigurinn í forsetakosningunum því hann má lítinn tíma missa í því verkefni að undirbúa sig undir embætti valdamesta manns heims.
Gífurlegar þrengingar í efnahagsmálum eru þar ofarlega á blaði.
Talið er að hann muni fljótlega skipa í embætti fjármála- og utanríkisráðherra og hafa nöfn þeirra John Kerry, hugsanlegs eftirmanns Condoleezzu Rice í embætti, og Larry Summers, fjármálaráðherra í stjórn Bills Clintons forseta, á árunum 1999 til 2001, verið nefnd í því samhengi.