Ljósmynd vekur upp umræður um heilsufar Kim Jong-il

Á myndinni sést Kim Jong-il með n-kóreskum hermönnum. Nánari athugun …
Á myndinni sést Kim Jong-il með n-kóreskum hermönnum. Nánari athugun á myndinni bendir til þess að myndin sé fölsuð. T.d. má sjá ósamræmi við fætur leiðtogans. Svarta línan nær t.d. ekki alla leið. Reuters

Enn á ný eru uppi vangaveltur um heilsufar Kim Jongs-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en bent hefur verið á að mögulegt sé að átt hafi verið við ljósmynd sem sýnir leiðtogann með norður-kóreskum hermönnum.

Á ljósmyndinni, sem var birt opinberlega í gær, virðist Kim vera við góða heilsu þegar hann er að skoða hersveitir sínar.

Sérfræðingar hjá breska dagblaðinu Times og hjá BBC hafa rannsakað myndirnar og komið hefur í ljós að ýmis misræmi eru í myndinni, þ.e. svo virðist sem Kim hafi verið skeytt inn í ljósmyndina. 

Það hefur leitt til þess að menn eru enn á ný farnir að velta því fyrir sér hvort Kim, sem er 66 ára, sé alvarlega veikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert