Rekin fyrir að segja ekki ósatt

Danska blaðið Politiken greinir frá því í kvöld að upplýsingafulltrúa flugfélagsins Sterling hafi verið vikið úr starfi tveimur vikum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota. Ástæðan sé sú að hún vildi ekki ljúga.

Þegar fréttir bárust af gjaldþroti flugfélagsins var stjórn fyrirtækisins hvergi að finna, en enginn vildi tjá sig. Aðeins var búið að setja stutta yfirlýsingu á vefsíðu flugfélagsins, segir á vef Politiken.

Blaðið greinir frá því að nú hafi upplýsingafulltrúinn Rulle Westergaard tjáð sig um það sem gerðist. Hún hafi sagt í samtali við Brian Due, aðstoðarritstjóra kommunikationsforum.dk, að yfirmenn Sterling hafi vísvitandi ákveðið að segja ósatt um þann vanda sem fyrirtækið væri í.

Hún hafi ekki verið reiðubúin að ljúga og því hafi hún verið látin fjúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert