Hneykslismál í Tyrklandi

Myndir sem teknar voru leynilega á munaðarleysingjahæli í Tyrklandi sýna bágbornar aðstæður barna þar. Voru myndirnar teknar fyrir heimildarmynd þar sem Sarah Fergusson, hertogaynja af York og fyrrum eiginkona Andrews Bretaprins, fer í heimsókn á hælið undir því yfirskyni að ætla að styrkja starfsemi þess fjárhagslega. Í myndskeiðunum sjást börn bundin við rúm sín og fatlaðir unglingar sem starfsfólk vanrækir vegna of mikils álags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert