Þjóðverjar berjist gegn kynþáttahatri

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að allir Þjóðverjar verði að leggja sitt af mörkum og sporna gegn kynþáttahatri. Þetta sagði Merkel er Þjóðverjar minnast þess að 70 ár eru liðin frá kristalsnóttinni svokölluðu, sem er talin hafa markað upphafið að helförinni gegn gyðingum.

Merkel sagði við athöfn sem fram fór í stærsta bænahúsi gyðinga í Berlín að Þjóverjar geti ekki „verið þögulir“ gagnvart gyðingahatri.

Það var aðfaranótt 10. nóvember árið 1938 sem nasistar réðust inn á heimili og fyrirtæki gyðinga í Þýskalandi, sem markað upphaf að ofsóknunum. Hundruð samkunduhúsa voru brennd til grunna og um 90 gyðingar myrtir. 30.000 gyðingar voru fluttir í fangabúðir þar sem flestir þeirra voru síðar teknir af lífi.

Nasistar tóku milljónir af lífi, þar af um sex milljónir gyðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert