Það er talið vera mögulegt að þúsundir íslamskra öfgamanna séu nú staddir í Bretlandi. Fram kemur í frétt Sunday Telegraph í dag að hópurinn sé stærri hingað til hafi verið talið.
Fram kemur að blaðið hafi séð skjöl frá bresku leyniþjónustunni, sem hafi verið lekið frá stjórnvöldum, og þar hafi komið fram að þúsundir öfgamanna „eru starfandi í Bretlandi, þá aðallega í London, Birmingham og suðausturhluta Englands,“ segir í skjölum leyniþjónustunnar.
„Í fyrirsjáanlegri framtíð mun Bretland áfram vera skotmark í háum forgangi alþjóðlegra hryðjuverkamanna sem tengjast al-Qaeda,“ segir í The Sunday Telegraph.
Þá kemur fram að Bretum muni einnig stafa ógn af þeim sem hafa snúist til Íslamtrúar, erlendum hryðjuverkamönnum ser eru búsettir í Bretlandi auk hryðjuverkamanna sem séu að undirbúa árásir á Bretland í öðrum löndum.
Breska innanríkisráðuneytið neitar því að hafa lekið skjölunum til blaðsins.