Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi

Fram kemur í skjölum bresku leyniþjónustunnar að flestir öfgamannanna séu …
Fram kemur í skjölum bresku leyniþjónustunnar að flestir öfgamannanna séu búsettir í London, Birmingham eða á suðausturhluta Englands. mbl.is/Golli

Það er talið vera mögu­legt að þúsund­ir íslamskra öfga­manna séu nú stadd­ir í Bretlandi. Fram kem­ur í frétt Sunday Tel­egraph í dag að hóp­ur­inn sé stærri hingað til hafi verið talið.

Fram kem­ur að blaðið hafi séð skjöl frá bresku leyniþjón­ust­unni, sem hafi verið lekið frá stjórn­völd­um, og þar hafi komið fram að þúsund­ir öfga­manna „eru starf­andi í Bretlandi, þá aðallega í London, Bir­ming­ham og suðaust­ur­hluta Eng­lands,“ seg­ir í skjöl­um leyniþjón­ust­unn­ar.

„Í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð mun Bret­land áfram vera skot­mark í háum for­gangi alþjóðlegra hryðju­verka­manna sem tengj­ast al-Qa­eda,“ seg­ir í The Sunday Tel­egraph.

Þá kem­ur fram að Bret­um muni einnig stafa ógn af þeim sem hafa snú­ist til Íslam­trú­ar, er­lend­um hryðju­verka­mönn­um ser eru bú­sett­ir í Bretlandi auk hryðju­verka­manna sem séu að und­ir­búa árás­ir á Bret­land í öðrum lönd­um.

Breska inn­an­rík­is­ráðuneytið neit­ar því að hafa lekið skjöl­un­um til blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert