Geymdi lík systkina sinna

Lög­regla í Evan­ston í ná­grenni Chicago í Banda­ríkj­un­um fann ný­lega lík þriggja systkina á heim­ili níræðrar syst­ur þeirra. Ein syst­ir­in sást síðast á lífi í maí á þessu ári en önn­ur í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar­ins. Bróðir­inn sást síðast á lífi árið 2003.

Syst­ir sem lif­ir enn hafði sagt ná­grönn­um sín­um að tvö af systkin­um henn­ar dveldu hjá ætt­ingj­um og að það þriðja þjáðist af víðáttu­fælni og færi því aldrei úr húsi. Það var lög­fræðing­ur henn­ar sem kallaði lög­reglu að heim­il­inu.

Anita Bern­storff, sem síðust sást á lífi, var fædd árið 1910, Eliaine Bern­storff var fædd árið 1916 og Frank Bern­storff var fædd­ur árið 1920. Ná­grann­ar segja syst­ur­ina sem eft­ir lif­ir hafa verið létta í lund og dug­lega að vinna í garðinum sín­um.

Ekki er vitað hvers vegna hún lét ekki yf­ir­völd vita af dauða systkina sinna en öll eru þau tal­in hafa lát­ist af nátt­úru­leg­um or­sök­um. Kon­ar er nú á sjúkra­húsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert