Mugabe: Stefnt að því að mynda nýja stjórn

Robert Mugabe.
Robert Mugabe. Reuters

Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði í dag að stefnt verði að því að mynda nýja ríkisstjórn í landinu „eins fljótt og auðið er“. Mugabe sagði þetta þrátt fyrir að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi hafnað málamiðlunartillögu um skiptingu ráðuneyta í stjórn.

„Við munum reyna að mynda hana (nýju ríkisstjórnina) eins fljótt og auðið er,“ sagði Mugabe sem ákvað einhliða í síðasta mánuði að útdeila öllum lykilembættum landsins til félaga sinna í ZANU-PF flokknum.

Hann sagði við fréttamenn í dag að hann vonaðist til að Tsvagirai muni snúast hugur og samþykkja tillögu héraðsleiðtoga um að mynda stjórn þegar í stað. Og að flokkarnir sem umræðir deili með sér völdum yfir ráðuneytinu stjórnar lögreglunni í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert