Barack Obama og Michelle, kona hans, komu í kvöld í heimsókn til Georges W. Bush og Lauru konu hans í Hvíta húsinu í Washington.
Obama og Bush tókust í hendur og gengu í framhaldinu inn í skrifstofu forsetans, en þetta var í fyrsta sinn sem Obama kemur inn í skrifstofuna frægu. Búist er við því að þeir muni ræða m.a. Íraksstríðið og fjármálakreppuna.
Þá er einnig búst við því að þeir muni ræða valdaskiptin, en Obama tekur formlega við embættinu 20. janúar nk. Hann hefur þegar gefið til kynna að muni mögulega snúa við umdeildum ákvörðunum Bush.