Samdráttur í álframleiðslu

Ástralska álfyrirtækið Rio Tinto Ltd. sem og Fortescue Metals Group Ltd. tilkynntu í dag að þeir hafa hvorir um sig ákveðið að minnka árlega framleiðslu sína á málmgrýti úr námum um tíu prósent. Það gera þau vegna minni eftirspurnar frá Kína.

 Fyrirtækin feta því í fótspor Brazil's Vale, særsta framleiðenda málmgrýtis, sem ákvað í október að skera árlega framleiðslu niður um þrjátíu milljón tonn vegna minni eftirspurnar í kjölfar efnahagsþrenginga í heiminum.

Alcan á Íslandi hf. er hluti af Rio Tinto Alcan samsteypunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert