Telja sig komna á slóð Mladic

Ratko Mladic
Ratko Mladic AP

Serbneskar öryggissveitir réðust í morgun inn í verksmiðjuhúsnæði í Valjevo í suðausturhluta Serbíu. Talið er að Ratko Mladic, samverkamaður Radovans Karadzics, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba sé þar í felum.

Ratko Mladic er eftirlýstur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Mladic er m.a. talinn hafa staðið fyrir fjöldamorðum í Srebrenica þar sem a.m.k. 7.500 Bosníumenn voru drepnir.

Radovan Karadzic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba svarar nú til saka fyrir stríðsglæadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag.

Leitin að Mladic fer fram í verksmiðjuhverfi í Valjevo en Mladic hefur farið huldu síðan Bosníustríðinu lauk árið 1995. Vopnaðar öryggissveitir fínkemba nú plastverksmiðju í Valjevo eftir því sem fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert