Þota Ryanair nauðlenti í Róm

AP

Flugvöllurinn í Róm á Ítalíu er lokaður eftir að flugstjóri Boeing 737 þotu Ryanair óskaði eftir að fá að neyðarlenda vél á vellinum. 166 farþegar voru um borð, en vélinni var flogið frá Frankfurt í Þýskalandi. Farþega sakaði ekki.

Vaktstjóri slökkviliðsins á flugvellinum, Marco Ghimenti, sagði fréttastofu AP að flugstjórinn hefði tilkynnt um vélarbilum og að farþegarnir hafi yfirgefið vélina út um neyðarútganga. Hann sagði sjónvarpsstöðinni Sky TG-24 TV að svo virtist sem lendingarbúnaðurinn hafi gefið eftir þegar vélin lenti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert