Vill fjárfesta í nýju landi handa þjóðinni

Horft yfir hluta Maldíveyja.
Horft yfir hluta Maldíveyja. mbl.is/Einar Falur

Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja, segist vilja kaupa nýja ættjörð handa íbúum landsins. Hann segir ljóst að íbúarnir verði á endanum að finna sér nýtt land þar sem hlýnun jarðar sé þess valdandi að yfirborð sjávar fari smátt og smátt hækkandi.

Hvergi í heiminum er meðalhæð yfir yfirborði sjávar lægri en á Maldíveyjum, sem samanstanda af um 1.000 eyjum og kóralrifum í Indlandshafi. Hæstu punktar eyjanna eru rétt um tveir metrar yfir sjávarmáli.

Sameinuðu þjóðirnar telja að yfirborð sjávar muni hækka um u.þ.b. 60 cm á þessari öld á heimsvísu.

Um álíka margir búa á Maldíveyjum og á Íslandi, eða rétt rúmlega 300.000 manns.

Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja.
Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert