Vill fjárfesta í nýju landi handa þjóðinni

Horft yfir hluta Maldíveyja.
Horft yfir hluta Maldíveyja. mbl.is/Einar Falur

Mohamed Nasheed, ný­kjör­inn for­seti Maldív­eyja, seg­ist vilja kaupa nýja ætt­jörð handa íbú­um lands­ins. Hann seg­ir ljóst að íbú­arn­ir verði á end­an­um að finna sér nýtt land þar sem hlýn­un jarðar sé þess vald­andi að yf­ir­borð sjáv­ar fari smátt og smátt hækk­andi.

Hvergi í heim­in­um er meðalhæð yfir yf­ir­borði sjáv­ar lægri en á Maldív­eyj­um, sem sam­an­standa af um 1.000 eyj­um og kór­alrif­um í Ind­lands­hafi. Hæstu punkt­ar eyj­anna eru rétt um tveir metr­ar yfir sjáv­ar­máli.

Sam­einuðu þjóðirn­ar telja að yf­ir­borð sjáv­ar muni hækka um u.þ.b. 60 cm á þess­ari öld á heimsvísu.

Um álíka marg­ir búa á Maldív­eyj­um og á Íslandi, eða rétt rúm­lega 300.000 manns.

Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja.
Mohamed Nasheed, ný­kjör­inn for­seti Maldív­eyja. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert