Baugur selur hlut sinn í Moss Bros

Baugur hefur selt 28% hlut sinn í bresku tískukeðjunni Moss Bros. Kaupandinn er auðmaðurinn Phillip Green, sem meðal annars á TopShop verslanakeðjuna.

Á vef Financial Times segir að Green hafi greitt 6,7 milljónir Sterlingspunda fyrir 28% í Moss Bros eða rúmlega 1,4 milljarða íslenskra króna, ef miðað er við skráð gengi Seðlabanka Íslands.

Í frétt TimesOnline segir að þetta gætu verið fyrstu kaup Green á verslunum Baugs í Bretlandi.

Fyrir skömmu reyndi Phillip Green að kaupa öll lán Baugs í íslensku bönkunum í Bretlandi. Green sagðist eiga í viðræðum við Jóni Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson, forstjóra Baugs um að leggja allt að 2 milljarða punda, jafnvirði 377 milljarða króna, inn í Baug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka