Bush iðrast orða sinna

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær iðrast þess að hafa látið stór orð falla um stríðið gegn hryðjuverkum og sérstaklega þess að hafa haldið ávarp við skilti sem á stóð 'Mission Accomplished' einungis mánuði eftir að bandarískt herlið var sent til Íraks. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

"Ég sé eftir sumum hlutum sem ég hefði betur ekki sagt,” sagði hann í viðtali við CNN. „Konan mín minnti mig stundum á það að að sem forseti Bandaríkjanna, yrði ég að vera varkárari í orðavali.”

Sagðist hann til að mynda iðrast þess að hafa sagt árið 2001 að hann vildi ná Osama bin Laden „dauðum eða lifandi" og árið 2003 að uppreisnarmenn í Írak ættu „bara að koma" og reyna að ráðast á bandaríska hermenn þar.

Þá segir hann rangt að hann hafi talið að átökunum í Írak væri lokið er hann ávarpaði hermennum borð í herskipinu USS Abraham Lincoln fyrir framan skiltið sem á stóð 'Mission Accomplished'. „Ég hélt það ekki en þetta sendi samt sem áður út röng skilaboð,” segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert