Bush iðrast orða sinna

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. Reuters

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti sagðist í gær iðrast þess að hafa látið stór orð falla um stríðið gegn hryðju­verk­um og sér­stak­lega þess að hafa haldið ávarp við skilti sem á stóð 'M­issi­on Accomplis­hed' ein­ung­is mánuði eft­ir að banda­rískt herlið var sent til Íraks. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

"Ég sé eft­ir sum­um hlut­um sem ég hefði bet­ur ekki sagt,” sagði hann í viðtali við CNN. „Kon­an mín minnti mig stund­um á það að að sem for­seti Banda­ríkj­anna, yrði ég að vera var­kár­ari í orðavali.”

Sagðist hann til að mynda iðrast þess að hafa sagt árið 2001 að hann vildi ná Osama bin Laden „dauðum eða lif­andi" og árið 2003 að upp­reisn­ar­menn í Írak ættu „bara að koma" og reyna að ráðast á banda­ríska her­menn þar.

Þá seg­ir hann rangt að hann hafi talið að átök­un­um í Írak væri lokið er hann ávarpaði her­menn­um borð í her­skip­inu USS Abra­ham Lincoln fyr­ir fram­an skiltið sem á stóð 'M­issi­on Accomplis­hed'. „Ég hélt það ekki en þetta sendi samt sem áður út röng skila­boð,” seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert