Sæðisgjafa skortir í Bretlandi

Sæðis­gjafa sár­vant­ar í Bretlandi en þeir eru nú aðeins örfá hundruð. Sér­fræðing­ar vöruðu við ástand­inu í grein sem þeir skrifuðu í The Brit­ish Medical Journal. Þeir segja að sæðis­gjöf­um hafi farið ört fækk­andi frá ár­inu 2005 þegar lög­um um sæðis­gjöf var breytt.

Fram að þeim tíma gátu karl­menn gefið sæði án þess að gefa um sig per­sónu­upllýs­ing­ar. Með laga­breyt­ingu árið 2005 var nafn­leynd­in af­num­in í þeim til­gangi að börn sem get­in væru með gjafa­sæði, gætu leitað líf­fræðilegs föður þegar þau næðu 18 ára aldri.

Um 4000 kon­ur þurfa gjafa­sæði ár­lega í Bretlandi. En skráðir sæðis­gjaf­ar eru rétt rúm­lega 300.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert