Sæðisgjafa skortir í Bretlandi

Sæðisgjafa sárvantar í Bretlandi en þeir eru nú aðeins örfá hundruð. Sérfræðingar vöruðu við ástandinu í grein sem þeir skrifuðu í The British Medical Journal. Þeir segja að sæðisgjöfum hafi farið ört fækkandi frá árinu 2005 þegar lögum um sæðisgjöf var breytt.

Fram að þeim tíma gátu karlmenn gefið sæði án þess að gefa um sig persónuupllýsingar. Með lagabreytingu árið 2005 var nafnleyndin afnumin í þeim tilgangi að börn sem getin væru með gjafasæði, gætu leitað líffræðilegs föður þegar þau næðu 18 ára aldri.

Um 4000 konur þurfa gjafasæði árlega í Bretlandi. En skráðir sæðisgjafar eru rétt rúmlega 300.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert