Sektuð um 1,4 milljarða evra fyrir samráð

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í dag að sekta fjóra framleiðendur bílrúða um 1,4 millarða evra fyrir ólöglegt verðsamráð. Þetta er hæsta sekt sem lögð hefur verið á vegna ólöglegs samráðs.

Ásakanir um ólöglegt verðsamráð beindust gegn Asahi, Pilkington, Saint-Gobain og Soliver. Fyrritækin voru sökuð um að hafa skipt Evrópumarkaði á milli sín og haft með sér ólöglegt samráð frá árinu 1998 til ársins 2003.

„Veltan í viðskiptum með bírúður nam á síðasta ári tveimur milljörðum evra. Þessi fjögur fyrirtæki sviku bílaiðnaðinn og neytendur í fimm ár. Framkvæmdastjórnin getur ekki og mun ekki líða framferði og lögbrot sem þetta og því er sektin svo há sem raun ber vitni,“ segir Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert