Gengi hlutabréfa snarhækkar í Bandaríkjunum

Reuters

Gengi hluta­bréfa í banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um hækkaði veru­lega í gær eft­ir að hafa lækkað í þrjá daga.

Banda­ríska hluta­bréfa­vísi­tal­an Dow Jo­nes hækkaði um 553 stig, eða 6,67%. Hluta­bréfa­vísi­tal­an Nas­daq hækkaði um 6,50% og Stand­ard % Poor's 500 um 6,92%.

Frétta­stof­an AP sagði að svo virt­ist sem fjár­fest­ar hefðu talið að gengi hluta­bréf­anna myndi ekki lækka meira og ekki viljað missa af ódýr­um hluta­bréf­um. Nokkr­ir sér­fræðing­ar ráku hækk­un­ina einnig til þess að fjár­fest­ar byggj­ust við góðum tíðind­um á fundi 20 helstu iðnríkja heims í Washingt­on á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert