Elísabet Bretadrottning hélt mikla veislu í Buckingham-höll í kvöld fyrir son sinn, Karl krónprins, í tilefni af því að hann verður sextugur á morgun, föstudag.
Meðal ræðumanna í veislunni voru synir Karls, Vilhjálmur og Harry. Þeir fóru lofsamlegum orðum um föður sinn en sögðu glettnislega að hann væri orðinn svo gamall að þeir hygðust koma fyrir rafmagnsstóllyftu í sveitasetri hans í Highgrove.
Rokkstjarnan Rod Stewart kom fram í veislunni. Á meðal 400 veislugesta voru Camilla, eiginkona Karls, vinir hans og samstarfsmenn í góðgerðasamtökum og evrópskt kóngafólk.