Haldið upp á sextugsafmæli Karls Bretaprins

Karl prins með eiginkonu sinni, Camillu.
Karl prins með eiginkonu sinni, Camillu. Reuters

Elísa­bet Breta­drottn­ing hélt mikla veislu í Buck­ing­ham-höll í kvöld fyr­ir son sinn, Karl krón­prins, í til­efni af því að hann verður sex­tug­ur á morg­un, föstu­dag.

Meðal ræðumanna í veisl­unni voru syn­ir Karls, Vil­hjálm­ur og Harry. Þeir fóru lof­sam­leg­um orðum um föður sinn en sögðu glettn­is­lega að hann væri orðinn svo gam­all að þeir hygðust koma fyr­ir raf­magns­stól­lyftu í sveita­setri hans í Highgrove.

Rokk­stjarn­an Rod Stew­art kom fram í veisl­unni. Á meðal 400 veislu­gesta voru Camilla, eig­in­kona Karls, vin­ir hans og sam­starfs­menn í góðgerðasam­tök­um og evr­ópskt kónga­fólk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka