Bæði Noregur og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ítrekuðu í gær vilja sinn til að lána Íslendingum. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso. Þeir snæddu saman í Brussel í gærmorgun.
Báðir lögðu þó áherslu á að lán yrðu ekki veitt nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bjóði Íslendingum björgunarlánapakkann.
Barroso sagði Evróupsambandið tilbúið að nota sjóð sem nefnist MFA (e. macro-financial assistance) og er ætlaður til að aðstoða þriðjaheimsríki sem eiga í nánum samskiptum við Evrópusambandið. Veitt séu mið- eða langtímalán úr sjóðnum þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé kallaður til aðstoðar. Þetta kemur fram á vefnum EuropeanVoice.com.