Skipverjar um boð í breska herskipinu HMS Cumberland hafa skotið þrjá meinta sjóræningja til bana úti fyrir suðurströnd Jenem.
Samkvæmt upplýsingum breska varnarmálaráðuneytisins voru mennirnir skotnir er menn úr áhöfn breska skipsins fóru um borð í bát sem talið er að hafi verið notaður við tilraun til ráns á dönsku flutningaskipi í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.„Tveir erlendir aðilar, sem taldir eru hafa verið sómalskir sjóræningjar voru skotnir til bana í sjálfsvörn,” segir talsmaður ráðuneytisins. „Jemeni særðist einnig í átökunum og lést hann skömmu síðar.” Þá segir hann hermennina hafa farið um borð í bátinn eftir að áhafnir hans og herskipsins höfðu skipst á skotum á sjó.
Breski sjóherinn mun ekki hafa skotið á annað skip á sjó frá því í Falklandseyjastríðinu.
HMS Cumberland tekur þátt í eftirliti á vegum Atlantshafsbandalagsins á Aden-flóa en markmið þess er að koma í veg fyrir sjórán á flóanum sem er fjölfarin siglingaleið til og frá Suez skurðinum.