37 ára gamall karlmaður, Chan King Yu, er laus úr fangelsi eftir átta ára setu. Hann hafði hlotið dauðadóm fyrir meintan innflutning á metamfetamíni. Dómarar úrskurðuðu að lögreglan hafi búið til sönnunargögn sem sakfelldu Chan. Það átti að hengja hann.
„Ég er mjög ánægður. Ég veit ekki hvað ég á að setja,“ sagði Chan, þegar handjárnin voru tekin af honum. „Mig langar bara að komast eins fljótt og ég get heim. Hér hef ég verið of lengi,“ segir hinn kínverski Chan, sem hefur einnig brekst vegabréf. Chan var í vinnuferð í Malasíu þegar hann var handtekinn. Heimafyrir vann hann sem flutningabílstjóri og barþjónn í hlutastarfi.
Hann hlaut dauðadóminn árið 2002. Saksóknarar sögðu lögregluna hafa fundið níu kíló af fíknienfum á hótelherbergi hans í Kuala Lumpur í rassíu tveimur árum áður.
Verjandi Chans, Muhammad Shafee Abdullah, hélt því fram að lögreglan hefði brotist inn í hótelherbergi hans og komið fíknefnunum þar fyrir. Hæstiréttur staðfesti að óljóst væri hvort hann hefði vitað af fikniefnunum í herberingu. Þá hefðu dómarar fyrri dómstiga ekki litið til misvísandi vitnisburðar vitna.
Talsmaður lögreglunnar neitaði að tjá sig um dóminn, hann hefði ekki leyfi til að tjá sig um svona mál.
Hæstiréttur Malasíu dæmdi í dag, í tveimur óskildum en eins málum, tvo Indónesa til dauða fyrir fíkniefnasmygl. Báðir voru þeir 32 ára og flutti hvor um sig um 5,5 kíló af maríjúana inn árið 2002.