Slapp við hengingu

37 ára gam­all karl­maður, Chan King Yu, er laus úr fang­elsi eft­ir átta ára setu. Hann hafði hlotið dauðadóm fyr­ir meint­an inn­flutn­ing á metam­feta­míni. Dóm­ar­ar úr­sk­urðuðu að lög­regl­an hafi búið til sönn­un­ar­gögn sem sak­felldu Chan. Það átti að hengja hann.

„Ég er mjög ánægður. Ég veit ekki hvað ég á að setja,“ sagði Chan, þegar hand­járn­in voru tek­in af hon­um. „Mig lang­ar bara að kom­ast eins fljótt og ég get heim. Hér hef ég verið of lengi,“ seg­ir hinn kín­verski Chan, sem hef­ur einnig brekst vega­bréf. Chan var í vinnu­ferð í Malas­íu þegar hann var hand­tek­inn. Heima­fyr­ir vann hann sem flutn­inga­bíl­stjóri og barþjónn í hluta­starfi.

Hann hlaut dauðadóm­inn árið 2002. Sak­sókn­ar­ar sögðu lög­regl­una hafa fundið níu kíló af fíknien­f­um á hót­el­her­bergi hans í Kuala Lump­ur í rass­íu tveim­ur árum áður.

Verj­andi Chans, Muhammad Shafee Abdullah, hélt því fram að lög­regl­an hefði brot­ist inn í hót­el­her­bergi hans og komið fík­n­efn­un­um þar fyr­ir. Hæstirétt­ur staðfesti að óljóst væri hvort hann hefði vitað af fikni­efn­un­um í her­ber­ingu. Þá hefðu dóm­ar­ar fyrri dóm­stiga ekki litið til mis­vís­andi vitn­is­b­urðar vitna.

Talsmaður lög­regl­unn­ar neitaði að tjá sig um dóm­inn, hann hefði ekki leyfi til að tjá sig um svona mál.

Hæstirétt­ur Malas­íu dæmdi í dag, í tveim­ur óskild­um en eins mál­um, tvo Indó­nesa til dauða fyr­ir fíkni­efna­smygl. Báðir voru þeir 32 ára og flutti hvor um sig um 5,5 kíló af maríjú­ana inn árið 2002.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert