Varað við neyslu kínverskra matvæla

Miklu magni af mjólk var hellt niður í Kína í …
Miklu magni af mjólk var hellt niður í Kína í september. Reuters

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna innflutnings matvæla frá Kína vegna mála sem þar hafa komið upp í tengslum við aukaefnið melamín í matvælum. Fram kemur í viðvörun bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitsins (FDA) að fólki sé ráðlagt að neyta ekki kínverskra matvæla sem innihaldi mjólk. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í viðvöruninni er m.a. varað við neyslu drykkja, sælgætis, barna og dýrafóðurs. Áður hefur verið varað við neyslu kínverskra mjólkurvara í Bandaríkjunum.

Þúsundir Kínverja hafa veikst á undanförnum mánuðum vegna neyslu melamínmengaðrar mjólkur og hefur efnið verið að finnast í æ fleiri fæðutegundum.

Efnið er ætlað til iðnaðarframleiðslu og bannað í matvælaframleiðsu. Talið er að framleiðendur hafi bætt því í vörur sínar til að þær virtust próteinríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert