Varað við neyslu kínverskra matvæla

Miklu magni af mjólk var hellt niður í Kína í …
Miklu magni af mjólk var hellt niður í Kína í september. Reuters

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa gefið út viðvör­un vegna inn­flutn­ings mat­væla frá Kína vegna mála sem þar hafa komið upp í tengsl­um við auka­efnið mela­mín í mat­væl­um. Fram kem­ur í viðvör­un banda­ríska mat­væla og lyfja­eft­ir­lits­ins (FDA) að fólki sé ráðlagt að neyta ekki kín­verskra mat­væla sem inni­haldi mjólk. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Í viðvör­un­inni er m.a. varað við neyslu drykkja, sæl­gæt­is, barna og dýra­fóðurs. Áður hef­ur verið varað við neyslu kín­verskra mjólk­ur­vara í Banda­ríkj­un­um.

Þúsund­ir Kín­verja hafa veikst á und­an­förn­um mánuðum vegna neyslu mela­mín­mengaðrar mjólk­ur og hef­ur efnið verið að finn­ast í æ fleiri fæðuteg­und­um.

Efnið er ætlað til iðnaðarfram­leiðslu og bannað í mat­væla­fram­leiðsu. Talið er að fram­leiðend­ur hafi bætt því í vör­ur sín­ar til að þær virt­ust prótein­rík­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert