Leiðtogafundur í Washington

Leiðtogar 20 iðnríkja og stórra þróunarlanda hafa hafið fund í Washington um aðgerðir gegn fjármálakreppunni í heiminum. Þeir vonast til að ná samkomulagi um meginreglur langtímaumbóta til að minnka hættuna á að slík kreppa geti skollið á aftur.

Leiðtogarnir ræða meðal annars hugmyndir um breytingar á alþjóðlegum fjármálastofnunum. Ekki er þó búist við miklum árangri á fundinum þar sem Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna situr hann ekki og það er hann sem á að móta langtímastefnu Bandaríkjanna.

Þegar hefur komið fram ágreiningur milli Evrópuríkja, sem vilja strangar reglur um fjármálamarkaðinn, og Bandaríkjanna og fleiri landa sem vilja ekki ganga eins langt.

Fundinn sitja leiðtogar iðnríkja á borð við Bandaríkin, Japan og Þýskaland og vaxandi þróunarlanda á borð við Kína, Indland og Brasilíu.

George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpar leiðtogana í Hvíta húsinu.
George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpar leiðtogana í Hvíta húsinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert