Ástralir ætla að leggja tæplega fjórar milljónir Bandaríkjadala í visindarannsóknir á hvölum. Þeir segja ekki nauðsynlegt að drepa hvali til að rannsaka þá og beina Ástralir spjótum sínum að Japönum sem drepa tæplega 1000 hvali á ári undir yfirskyni vísindaveiða.
Hvalveiðifloti Japana er að leggja úr höfn til árlegra hvalveiða á Suðurskautslandinu. Japanar ætla að veiða tæplega þúsund dýr, 935 hrefnur og 50 langreyðar. Um er að ræða fjórða áfanga í sex ára hvalarannsóknaráætlun Japana.
Þessar veiðar Japana mæta mikilli andstöðu, meðal annars hjá Nýsjálendingum og Áströlum, sem segja veiðarnar stundaðar í atvinnuskyni. Þeir ætla nú að sýna fram á að ekki sé nauðsynlegt að skjóta hvalina til að stunda á þeim rannsóknir. Ástralir hyggjast nota gerfihnattaeftirlit, erfðarannsóknir og ætla að rannsaka hvali úr lofti.
Peter Garret, umhverfisráðherra Ástarlíu, segir enga þörf á að nota sprengiskutla. „Við fullyrðum að ekki sé nauðsynlegt að drepa hvalina í vísindaskyni.“
Ástralir ætla einnig að leggja mat á vísindaáætlun Japana.
Hvalveiðar Japana eiga sér langa hefð en þeir drepa um 1200 hvali á ári í vísindaskyni.